„Feigðarflan með stjórnarskrána“
„Ekkert kallar á að núverandi stjórnarskrá sé kastað á glæ, eins og nú er stefnt að því að gera. Þvert á móti. Hún hefur reynst vel og verið þegnum landsins gott skjól og góð vörn. Skynsamlegast hefði verið að vinna að málinu í anda þeirrar sáttar sem alltaf hefur verið leiðarljósið við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Leggja hefði átt núverandi stjórnarskrá til grundvallar. Eðlilegast hefði síðan verið að leita til þjóðarinnar, stofna til skipulegra umræðna um land allt og fela síðan breiðum hópi sérfræðinga að vinna málið frekar á þeim grundvelli. Síðan hefði sá ferill hafist sem stjórnarskráin mælir um, samþykkt Alþingis og afstaða þjóðarinnar.“
Þetta segir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður m.a. í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni Feigðarflan með stjórnarskrána. Síðan segir hann:
„Þetta hefði í senn tryggt vönduð vinnubrögð, lýðræðislega aðkomu almennings og sátt um það grundvallarplagg sem stjórnarskráin okkar er svo sannarlega. Í ljósi þessa er óhjákvæmilegt að hafna því í skoðanakönnuninni/þjóðaratkvæðagreiðslunni sem framundan er á laugardaginn, að tillögur stjórnarlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrár.“
Grein Einars er að finna í heild undir Sjónarmið í valmyndinni hér vinstra megin.