Tenglar

23. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Félag eldri borgara: Starfið fram til vors

Kátur hópur á bingói í Vogalandi í Króksfjarðarnesi í fyrravetur.
Kátur hópur á bingói í Vogalandi í Króksfjarðarnesi í fyrravetur.

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi (FEBDOR) starfar með svipuðum hætti og undanfarin ár. Gönguhópurinn gengur alla mánudaga og föstudaga og hittist fyrir göngu við Samkaup í Búðardal kl. 10.30. Kaffisopi á Dvalarheimilinu Silfurtúni að göngu lokinni. Þriðjudagskaffisopinn er á sínum stað í Silfurtúni kl. 10.30 í boði heimilisins. Frítt í sund á Laugum á þriðjudögum, lagt af stað frá Leifsbúð kl. 15.15.

 

Tækjasalur Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) er opinn fyrir félaga kl. 11.15-12.45 á miðvikudögum. Kórinn æfir kl. 17 á mánudögum í Tónlistarskólanum. Samvera verður á fimmtudögum til vors kl. 13.30-16 í Búðardal og Reykhólahreppi sem hér segir:

 

  6. febrúar: Fundur, bingó og kaffi (Leifsbúð)

13. febrúar: Opið hús, kaffi o.fl. (Leifsbúð)

20. febrúar: Félagsvist, kaffi (Leifsbúð)

27. febrúar: Opið hús, söngur, kaffi o.fl. (Leifsbúð)

  6. mars: Bingó, kaffi (Barmahlíð á Reykhólum, rútuferð úr Búðardal)

13. mars: Opið hús, kaffi o.fl. (Leifsbúð)

20. mars: Félagsvist og kaffi (Króksfjarðarnes, nánari staðsetning tilkynnt síðar)

27. mars: Aðalfundur, kaffi (Leifsbúð)

  3. apríl: Bingó, kaffi o.fl. (Leifsbúð)

10. apríl: Lokasamkoma, dagskrá og kaffi (Leifsbúð)

 

Kaffi og meðlæti á samverustundum kostar 300 krónur. Hvert bingóspjald kostar 500 krónur.

 

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi er opið 60 ára og eldri og líka mökum þó að þeir séu yngri. Ýmis fríðindi fylgja félagsaðild, svo sem afsláttur hjá fjölmörgum verslunum og á þjónustu margra fyrirtækja, afsláttur á bensíni og fleira. Engin kvöð er um þátttöku í viðburðum.

 

Formaður FEBDOR er Þrúður Kristjánsdóttir fyrrv. skólastjóri í Búðardal. Tvær í stjórninni eru búsettar í Reykhólahreppi, ritarinn Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II og gjaldkerinn Björk Bárðardóttir á Reykhólum.

 

Vinsamlegast látið þetta berast til fólks sem e.t.v. veit ekki um aldursmörkin (60 ár) eða þann hag sem félagsfólki stendur til boða. Líka væri gott að láta þá vita sem hugsanlega eru lítið í tölvum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31