13. janúar 2011 |
Félagsmálastjóri á Ströndum og í Reykhólahreppi
Hildur Jakobína Gísladóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu félagsmálastjóra á Ströndum og í Reykhólahreppi. Hún er með sálfræðimenntun frá Háskólanum í Utrecht í Hollandi og Háskóla Íslands, auk þess sem hún hefur meistaragráðu í viðskiptastjórnun (MBA-próf) frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hún lokið diplómanámi í stjórnendamarkþjálfun eða Coaching frá Háskólanum í Reykjavík.
Hildur Jakobína hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns Fjölskyldudeildar Félagsþjónustunnar í Kópavogi. Áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur. Hildur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. á vegum Kópavogsbæjar. Hún er einnig stofnandi og ráðgjafi samtakanna „Litlir englar“, en það eru samtök fólks sem misst hefur börn sín í móðurkviði eða rétt eftir fæðingu og þeirra sem binda þurfa endi á meðgöngu vegna alvarlegs litningagalla.
Hildur mun hefja störf á næstunni. Hún er hún boðin innilega velkomin til starfa.