Tenglar

20. september 2013 | vefstjori@reykholar.is

Félagsmálastjóri verður á Reykhólum á mánudögum

María Játvarðardóttir.
María Játvarðardóttir.

María Játvarðardóttir hefur nú tekið við starfi félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps. Hún verður með viðveru og viðtalstíma í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð á Reykhólum á mánudögum kl. 10-15 og skal vakin athygli á því, að þetta er ekki sami dagur vikunnar og verið hefur. Fyrsti viðtalstími Maríu á Reykhólum verður núna á mánudaginn. Æskilegt er að hringja í hana í síma 842 2511 og panta tíma til að komast hjá bið.

 

María er að öðru leyti með aðsetur og skrifstofu á Hólmavík og má ná í hana þar í síma 451 3510 eða 842 2511.

 

Sjá nánar:

► 30.07.2013 María Játvarðardóttir ráðin félagsmálastjóri

 

Athugasemdir

Ingvar Samuelsson, fstudagur 20 september kl: 15:46

Velkomin til starfa á Hólavík og þinni heimabyggð Reykhgólasveitinni. kv. Ingvar Samúelsson

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31