12. desember 2012 |
Félagsstarf aldraðra tvisvar í viku á Reykhólum
Á það skal minnt, að í Reykhólahreppi heldur Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps úti félagsstarfi aldraðra í góðri aðstöðu í sal á efri hæð Barmahlíðar á Reykhólum. Þar geta allir íbúar Reykhólahrepps sem eru 67 ára og eldri komið, unnið í handverki og spjallað saman um daginn og veginn. Félagsstarfið er í gangi yfir veturinn en í fríi yfir sumarið.
Starfstímar yfir veturinn: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14-16.
Umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra í Reykhólahreppi er Margrét Guðlaugsdóttir og leiðbeinandi Sandra Rún Björnsdóttir.
Látið þetta berast til fólks sem kannski er ekki mikið á netinu!