Tenglar

22. febrúar 2010 |

Félagsþjónusta fatlaðra flutt til sveitarfélaga

Fyrir tæpu ári undirrituðu ríkisstjórn Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga viljayfirlýsingu um tilfærslu félagsþjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Landssamtökin Þroskahjálp eru hagsmunasamtök flestra þeirra sem njóta þjónustu skv. lögum um málefni fatlaðra. Fyrir nokkru sendu samtökin spurningar til allra íslenskra sveitarfélaga varðandi undirbúning þessa máls.

 

Þroskahjálp lýsir jafnframt yfir vilja sínum til samstarfs við sveitarfélög landsins um framkvæmd yfirfærslunnar með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Samtökin eru fús til samráðs um bæði framkvæmdalega þætti verkefnisins sem og þá hugmyndafræði sem leggja skal til grundvallar í þjónustu við fatlað fólk.

 

Öll svör sem berast frá sveitarfélögum eru birt á vef Þroskahjálpar og þeim raðað niður eftir landshlutum.

 

Sjá nánar hér:

Landssamtökin Þroskahjálp - Félagsþjónusta fatlaðra til sveitarfélaga

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31