22. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Félagsþjónustan: Eitt einfalt umsóknareyðublað
Útbúið hefur verið eitt einfalt umsóknareyðublað sem tekur til allra þátta þjónustunnar sem Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps veitir. Merkt er við hvaða þjónustu sótt er um og umsóknin send rafrænt eða útprentuð, en Félagsþjónustan kallar síðan eftir þeim fylgiskjölum sem nauðsynleg eru í hverju tilviki. Eyðublaðið nýja er að finna hér neðst á síðunni í reitnum Umsóknir og reglur undir fyrirsögninni Umsókn um félagsþjónustu.
Þjónustuþættirnir sem eyðublaðið tekur til eru þessir:
- Félagsleg heimaþjónusta
- Búseta með þjónustu
- Skammtímavistun
- Félagslegt húsnæði
- Búsetuþjónusta / frekari liðveisla
- Styrkur vegna náms og verkfærakaupa
- Liðveisla / persónuleg ráðgjöf
- Stuðningsfjölskylda
- Ferðaþjónusta fatlaðra
- Dagþjónusta og aðstoð vegna atvinnu
- Fjárhagsaðstoð
- Sérstakar húsaleigubætur