11. mars 2010 |
Félagsvist Vinafélags Grettislaugar í matsal skólans
Minnt skal á félagsvist Vinafélags Grettislaugar á Reykhólum sem haldin verður í kvöld, fimmtudag. Spilamennskan verður í matsal Reykhólaskóla en ekki í húsnæði Hlunnindasýningarinnar, eins og til stóð. Hún hefst kl. 20 og miðaverðið er 600 krónur. Allir eru velkomnir. Ætlunin var að halda vistina fyrir hálfum mánuði en þá varð að fresta henni vegna veðurs og færðar. Nú horfir hins vegar vel í þeim efnum.