23. desember 2011 |
Félagsvist í Tjarnarlundi annan í jólum
Ungmennafélagið Stjarnan verður með félagsvist í Tjarnarlundi í Saurbæ kl. 20 annan jóladag, mánudag. Veitt verða fyrstu, önnur og þriðju verðlaun og setuverðlaun karla og kvenna. 700 krónur kostar á mann. Sjoppa er á staðnum en enginn posi. „Sjáumst vonandi hress og kát“, segir í tilkynningu.