Tenglar

8. mars 2011 |

Félagsvistin á Reykhólum - fjáröflun nemenda

Síðasta spilakvöldið í þriggja kvölda lotu í félagsvist verður í matsal Reykhólaskóla í kvöld, þriðjudag, og hefst kl. 19.30. Spilakvöldin eru einn liðurinn í fjáröflun nemenda í 8.-10. bekk Reykhólaskóla vegna Danmerkurferðar í vor. Aðgangseyrir er aðeins kr. 500 og léttar veitingar í hléi. Verðlaun eru veitt fyrir hvert kvöld fyrir sig og einnig vegleg verðlaun fyrir stigahæstu keppendurna samanlagt öll kvöldin.

 
P.s.: Fyrr á árum var félagsvistin kölluð framsóknarvist, en það er þýðing á enska heitinu Progressive Whist. Síðan tóku félög innan ákveðins stjórnmálaflokks upp nafngiftina félagsvist vegna „óheppilegra“ tengsla hins nafnsins við annan flokk.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30