Tenglar

21. apríl 2016 |

Fengu hlífðarhjálma og íslenska fánann að gjöf

1. bekkur með hjálmana ásamt Steinunni Rasmus og Ástu Sjöfn.
1. bekkur með hjálmana ásamt Steinunni Rasmus og Ástu Sjöfn.
1 af 3

Nemendurnir í 1. bekk Reykhólaskóla hafa fengið að gjöf hlífðarhjálma frá Kiwanishreyfingunni, líkt og börn í fyrsta bekk í langflestum sveitarfélögum landsins. Ásta Sjöfn skólastjóri afhenti hjálmana. Eimskip styrkti Kiwanis til þessa þarfa framtaks eins og áður. Jafnframt fengu krakkarnir í 2. bekk góða gjöf frá Skátahreyfingunni, íslenska fánann.

 

„Okkur í Reykhólaskóla finnst þetta vera frábært framtak hjá Kiwanis og Skátahreyfingunni,“ segir á vef skólans, þar sem myndirnar eru fengnar. Á myndina af krökkunum í 2. bekk vantar Hildigunni Sigrúnu, sem var veik þennan dag.

 

Kiwanishreyfingin

 

Skátahreyfingin

 

Reykhólaskóli

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31