Tenglar

23. júlí 2008 |

Fengu væna hámeri í grásleppunetin

Magnús og Sigmundur með fenginn.
Magnús og Sigmundur með fenginn.
1 af 4

Magnús Sigurgeirsson á Reykhólum og Sigmundur sonur hans fóru í dag að vitja um grásleppunet og komu í kvöld að landi með hámeri auk grásleppuhrogna. Þegar í land var komið hafði Magnús samband við Hildibrand hákarlaverkanda í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi sem vildi ólmur fá hana í kæsingu. Skepnan hafði flækt sig í grásleppunetin og komu þeir feðgar með hana til hafnar á síðunni á bátnum. Hún er rúmir tveir metrar á lengd en hámerar geta orðið allmiklu stærri. Netin þar sem þessi óheppni fiskur mætti örlögum sínum voru við Sölvaboða, fáeinar mílur vestur af Reykhólahöfn.

 

Tegundir hákarla og annarra háfiska eru nánast óteljandi en hámerin mun vera talsvert í ætt við hvíta hákarlinn fræga („Jaws“). Hún er spretthörð og þekkt fyrir að elta vöður af síld og öðru smáfiski. Bæði á dönsku og þýsku nefnist hún síldarhákarl (sildehaj, Heringshai), á ensku makrílshákarl (mackerel shark) og á spænsku er hún kennd við sardínur (marrajo sardinero). Ekki mun hámeri vera mjög algeng hér við land en iðulega bregður hún sér þó inn á Breiðafjörðinn. Hún mun lítt hafa verið höfð til matar hérlendis en sagt er að Ítalir matreiði hana af snilld.

 

Athugasemdir

níels a. ársælsson, fimmtudagur 24 jl kl: 13:44

Sælir.
Ég veiddi í eitt skipti (haustið 2004) tvær hámerar í dragnót út af Kópanesi.

Við elduðum kjötið af þeim á sama hátt og um túnfisk væri að ræða. Þetta gerðum við eftir tilsögn færustu matreiðslumeistara.

Hámerin smakkaðist einstaklega vel og er ég ekki frá því að hún hafi slegið túnfisknum við.

Jón, mnudagur 21 desember kl: 01:16

Mackerel shark er yfirheiti margra hákarlategunda, meðal annars hvíta hákarlsins. Hámerin heitir Porbeagle shark uppá ensku og er hraðsyndasti fiskur okkar

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31