Tenglar

14. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fer yfir viðbrögð þegar fólk lendir í snjóflóðum

Björgunarsveitarmaðurinn og snjóflóðaeftirlitsmaðurinn Þröstur Reynisson á Patreksfirði (frá Gufudal) verður með opinn fræðslufund á Reykhólum á laugardag á vegum Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi. „Stundar þú útivist á veturna, skíði, snjósleðaferðir eða gönguferðir? Veistu hvernig þú átt að bregðast við ef þú lendir í snjóflóði eða þarft að leita að félaga þínum sem varð undir hengju eða flóði?“ er spurt í tilkynningu frá Heimamönnum.

 

„Komdu í Reykhólaskóla kl. 13 laugardaginn 16. febrúar og hlustaðu og horfðu á fyrirlestur hjá Þresti Reynissyni. Kostar ekkert. Gæti komið sér vel að kunna. Allir áhugasamir velkomnir“, segir þar einnig.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31