26. mars 2012 |
„Ferða-fúndament“ breiðfirsku bátasmiðanna
„Svona búnaður hefur ekki verið notaður áður við bátasmíði svo við vitum,“ segir Eggert Björnsson bátasmiður í framhaldi af fréttinni hér í gær um námskeið í bátasmíði. „Við vorum að hugsa um nafn á þetta fyrirbæri og mér datt í hug „fúndament“, en það orð var haft um grind undir vélum sem fluttar voru inn. Og af því að þetta á að vera færanlegt milli staða, jafnvel landshluta, þá mætti kalla þetta „ferða-fúndament“.
Hvaða viðbrögð fær Eggert við þessari tillögu?
► Nýr bátur í anda gömlu hlunnindabátanna
Hans Wíum Bragason, mnudagur 26 mars kl: 22:45
Mjög jákvæð héðan takk fyrir