Tenglar

28. apríl 2008 |

Ferðablað fyrir Strandir og Reykhólasveit komið út

Þessa dagana er í dreifingu ferðaþjónustublað fyrir Strandir og Reykhólasveit, sem Arnkatla 2008 og Markaðsstofa Vestfjarða gefa út. Blaðið er tólf síður í tímaritsbroti og hefur að geyma upplýsingar um ferðaþjónustu og skoðunarverða staði í þessum héruðum. Það er prentað í 20 þúsund eintökum og verður dreift á upplýsingamiðstöðvar um allt land. Einnig mun það liggja frammi á viðkomustöðum ferðamanna á svæðinu.

 

Hægt er að nálgast blaðið í tölvutæku formi á heimasíðu Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Hólmavík.

  

Athugasemdir

Sigurður Atlason, mivikudagur 30 aprl kl: 19:39

Leiðrétting á nafni Kolfinnu í ferðablaði

Mér hefur borist til eyrna að þau leiðinlegu mistök hafi átt sér stað við gerð ferðablaðsins um Strandir og Reykhólasveit sem nýverið kom út, að rangt hafi verið farið með nafn stúlkunnar sem birtist á mynd með grein um Reykhóladaginn á bls. 11. Að sjálfsögðu heitir hún Kolfinna Ýr og er Ingólfsdóttir. Þessi mistök skrifast alfarið á undirritaðan. Myndatextinn sem fylgir greininni hefur ekkert með höfund hennar að gera, né höfund ljósmyndarinnar sem henni fylgir. Ég vil biðja alla viðkomandi afsökunar á því og sérstaklega Kolfinnu Ýr og föður hennar. Þar fyrir utan óska ég okkur öllum til hamingju með þetta blað sem að mínu mati er í alla staði ágætt, fyrir utan fáeina hnökra sem hægt er að hnjóta um þegar vel er rýnt. Það gengur bara betur næst, eins og maðurinn sagði.

Með góðri kveðju vestur yfir.

Sigurður Atlason
umbrotsmaður og ábyrgðarmaður ferðablaðsins Á ferð um Strandir og Reykhólasveit 2008

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31