Tenglar

15. febrúar 2015 |

Ferðakort og ferðahandbók Vestfjarða 2015-2016

Kortið og handbókin í fyrra.
Kortið og handbókin í fyrra.

Hið árlega Vestfjarðakort The Official Tourist Map sem Markaðsstofa Vestfjarða gefur út er komið í vinnslu og verður gefið út í 30 til 35 þúsund eintökum. Því er dreift á upplýsingamiðstöðvar um allt land, bílaleigur, flugvelli og alla helstu ferðamannastaði. Á kortinu eru í boði nokkur auglýsingapláss í mismunandi stærðum. Hér má finna kortið í fyrra á pdf-formi. Þeir sem vilja tryggja sér auglýsingapláss hafi samband við Díönu Jóhannsdóttur í netfanginu diana@vestfirdir.is.

 

Markaðsstofan er einnig að vinna að ferðahandbókinni The Official Tourist Guide 2015-2016. Fyrirtæki sem skráð eru í Markaðsstofuna eru þar með ítarskráningu. Mikilvægt er að allar helstu upplýsingar séu réttar í gagnagrunninum. Mælt er með því að ferðaþjónar fari inn í LEITA á vef Markaðsstofunnar og athugi hvort skráning þeirra sé rétt. Mikilvægt er að skoða hvort fyrirtækin séu skráð í rétta flokka, sérstaklega í flokknum AFÞREYING þar sem mjög margir flokkar eru í boði.

 

Athugasemdir

María Maack, rijudagur 17 febrar kl: 18:47

Hlynur, mig langar til að þakka fyrir þinn þátt í að gera vegahandbókina um Vestfirði vel úr garði - sama hvort átt er við ferðahandbók um allt Ísland eða eingöngu um Vestfirði. Það er ekki gaman að lenda í því að þurfa að segja ferðamönnum til vegar sem hafa villst vegna þess hve skrifaður texti fyrir ferðmenn er oft ónákvæmur, óljós og jafnvel rangur. Þannig að hér með færðu klapp á bakið frá mér.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31