Tenglar

10. febrúar 2011 |

Ferðakostnaður Atvest fjórfaldaðist á tveimur árum

Ferðakostnaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða fjórfaldaðist í tíð framkvæmdastjórans Þorgeirs Pálssonar, sem lét af störfum í haust. Samkvæmt ársskýrslu félagsins nam ferðakostnaðurinn 2,6 milljónum króna árið 2007, en árið eftir tók Þorgeir við framkvæmdastjórn félagsins. Árið 2008 tvöfaldaðist ferðakostnaðurinn og var þá 5,3 milljónir króna og árið 2009 var hann kominn upp í 10,4 milljónir.

 

Ársreikningur félagsins fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir en verður lagður fyrir aðalfund félagsins í vor. Kostnaður félagsins vegna dagpeninga ríflega tvöfaldaðist á sama tímabili. Árið 2007 voru greiddar 1,6 milljónir króna í dagpeninga en árið 2009 nam greiðslan 3,4 milljónum króna.

 

Aukin ferðalög voru hluti af stjórnunarstefnu Þorgeirs og studdi stjórn Atvest að félagið yrði sýnilegra og efldi tengslanet sitt hérlendis sem erlendis. Árið 2007 virðist sem útrás hafi verið stjórn félagsins og framkvæmdastjóra hugleikin og alveg fram á síðasta ár. Þá fór Þorgeir til að mynda í tvær ferðir til Japans auk ferðalaga til Evrópu. Samkvæmt heimildum blaðsins ríkti einhugur um þessa stefnu í stjórn Atvinnuþróunarfélagsins. Guðni A. Einarsson, framkvæmdastjóri á Suðureyri, var formaður stjórnar Atvest þegar Þorgeir lét af störfum. Hann neitar þeim sögusögnum að stjórn félagsins hafi farið fram á það við Þorgeir að hann léti af störfum vegna óhóflegs ferðakostnaðar.

 

„Það er ekkert hæft í þeim sögum enda lá ákvörðunin fyrst og fremst hjá framkvæmdastjóranum sjálfum. Hins vegar var þessi aukni ferðakostnaður ræddur í stjórninni á síðasta ári og í ljósi samdráttar í tekjum félagsins stóð vilji stjórnarinnar til að lækka þennan kostnaðarlið", segir Guðni.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31