Tenglar

21. júní 2010 |

Ferðalag eldri borgara og húsmæðra á Strandir

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.
Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.
Félag eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi og Orlofsnefnd húsmæðra standa fyrir rútuferð (dagsferð) þriðjudaginn 29. júní ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað frá Samkaupum í Búðardal kl. 9.30 með viðkomu á Skriðulandi og í Króksfjarðarnesi. Ekið um nýja Arnkötludalsveginn í Sauðfjársetrið, þar sem verður leiðsögn um safnið, sem endar með léttum hádegisverði og harmonikuspili. Síðan ekið á Hólmavík og kirkjan skoðuð undir leiðsögn sóknarprests. Ekið um Selströnd að Drangsnesi þar sem farið verður í siglingu kringum Grímsey og síðan komið við í Kaupfélaginu sem er ekta gamaldags eins og kaupfélög eiga að vera. Þaðan ekin Nesströndin í Bjarnarfjörð þar sem skoðað verður Kotbýli kuklarans undir leiðsögn Magnúsar Rafnssonar hins fróða og endað á kaffiborði á Hótel Laugarhóli. Síðan yfir Bjarnarfjarðarháls í Steingrímsfjörð og komið heim í Búðardal um kl 20.30.

 

Ferðin býðst öllum (h)eldri borgurum og einnig húsmæðrum á öllum aldri.

 

Kostnaður pr. mann er kr. 5.000 og allt innifalið. Ferðasjóður FEB og Orlofsnefnd SBK styrkja ferðina. Svo geta menn haft með sér nesti eða nammi ef þeir vilja.

 

Þátttaka tilkynnist til eftirtalinna:

 

Víví, símar 434 1165 og 659 8866.

Jónu Valgerðar, símar 434 7754 og 893 6396.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30