Ferðamálasamtök Vestfjarða 26 ára
Í tilefni afmælisins hefur Sigurður Atlason, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða, ritað samantekt um upphaf samtakanna og starf þeirra í liðugan aldarfjórðung.
Þar segir Sigurður meðal annars:
„Í umræðum á stofnfundinum var tæpt á mörgum málum sem sum hver eru ennþá í umræðunni. Rætt var nokkuð um friðlandið Hornstrandir og möguleika þess í vestfirskum ferðamálum og æskileg væri að skapa betri aðstöðu til að þeir ferðamenn gerðu meiri stans á Ísafirði og nágrenni. Látrabjarg var til umræðu og lögð áhersla á að vestfirsk náttúra og atvinnuhættir fjórðungsins væri helsta aðdráttaraflið. Umræður um skipulagðar ferðir innan fjórðungsins voru nokkrar og rætt um sérstök ferðatilboð. Kynningarmál voru rædd á stofnfundinum, sem í dag eru kölluð markaðsmál og hafa auðvitað verið eitt helsta umræðuefni ferðamálasamtakanna síðan. Komið var inn á starfsemi upplýsingamiðstöðva eða „sérstaka staði í hverju byggðarlagi sem miðlaði upplýsingum“. Nokkrar umræður urðu einnig um ferðamál vítt og breitt og sérstaklega lagt til að fyrsta stjórn samtakanna beitti sér strax fyrir umbótum í hreinlætisaðstöðu í fjórðungnum og skrifaði sveitarstjórnum bréf um það mál.“
Grein Sigurðar Atlasonar má lesa hér í heild og jafnframt undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin.
20.04.2010 Lóa á Miðjanesi í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða