27. júní 2011 |
Ferðamálastjóri með fund á Reykhólum
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri er ásamt Gústaf Gústafssyni hjá Markaðsstofu Vestfjarða á yfirreið um Vestfjarðakjálkann, sem lýkur með fundi á Reykhólum á morgun, þriðjudag. Fundurinn er ætlaður öllum sem að ferðamálum á svæðinu koma. Vonast er til þess að þeir nýti tækifærið, setjist niður með Ólöfu og Gústaf og ræði við þau, hvort heldur um almenna stefnu í ferðamálum væri að ræða eða nærtækari mál sem brenna á fólki. Þetta er gott tækifæri til að koma áherslum og reynslu þeirra sem búa eða starfa á svæðinu á framfæri við ferðamálastjóra.
Fundurinn hefst kl. 15 og verður í húsnæði Upplýsingaskrifstofu ferðamála á Reykhólum. Fyrsti fundurinn í þessari ferð var haldinn í Flatey á miðvikudag.