Tenglar

15. nóvember 2012 |

Ferðamálaþing helgað uppbyggingu áfangastaða

„Hugsaðu þér stað!“ er yfirskrift ferðamálaþings 2012 sem Ferðamálastofa efnir til föstudaginn 23. nóvember. Þingið er haldið í Kaldalóni í Hörpu í Reykjavík og stendur kl. 13-17. Að þessu sinni er þingið helgað mikilvægi heildarsýnar við uppbyggingu áfangastaða. Það hefst með ávarpi ráðherra ferðamála, Steingríms J. Sigfússonar, og í lokin verða umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent. Þeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með ráðstefnunni í beinni útsendingu á Netinu.

 

Dagskrá:

  • 13.00 Ávarp ráðherra ferðamála og setning - Steingrímur J. Sigfússon
  • 13:20 Í upphafi skyldi endinn skoða - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
  • 13:35 How to make a destination? - From slag heaps to a successful tourist destination - Anya Niewerra, General Director - Tourist Board South Limburg, Hollandi
  • 14:20 Stutt kaffihlé
  • 14:30 Áfangastaðurinn Siglufjörður - Finnur Yngvi Kristinsson, verkefnisstjóri Rauðku 
  • 14:50 Mikilvægi ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög - Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði
  • 15:10 Samspil þjóðgarðs og ferðaþjónustu - Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði
  • 15:30 Ásýnd og aðkoma þéttbýliskjarna á Íslandi - Sigrún Birgisdóttir, fagstjóri í hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands
  • 15:45 Umræður og fyrirspurnir
  • 16:00 Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu
  • 16:15 Ráðstefnulok og léttar veitingar

 

Þingstjóri er Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair Hótel Akureyri.

 

Aðgangur er ókeypis.

 

Nánari upplýsingar og skráning

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31