6. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Ferðamannastaðir: Auglýst eftir umsóknum um styrki
Eins og hér kom fram fyrir skömmu var veittur 3,7 millj. króna styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til endurbyggingar frystihússins í Flatey við fyrstu úthlutun á þessu ári. Nú auglýsir sjóðurinn á ný eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum.
Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum:
- Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
- Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
- Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.
► Allar nánari upplýsingar hér á vef Ferðamálastofu