Tenglar

16. september 2016 | Umsjón

Ferðaskot

1 af 2

Ferðafólk hefur áhrif á náttúruna og manngert umhverfi. Aðeins með því að koma og njóta á svipaðan hátt og við sjálf. Verst (og best) að allir ferðamenn þurfa líka að borða, hægja sér og spræna stöku sinnum. Margir haga sér eins og þeir séu aleinir í heiminum, og hneyksla okkur. Setjum okkur í þeirra spor.

 

Margir koma frá milljónaþjóðum hingað í fámennið og fá þessa tilfinningu að vera þeir fyrstu til að sjá landið og vera aleinir í heiminum. – Hér eru ekki götusóparar og lögreglumenn á hverju horni, það eru ekki sjálflýsandi vegamerkingar og margra akreina hraðbrautir um allt land, – í okkar landshluta eru lítil ummerki um byggð og þess vegna gæti allt verið villt hér í vestrinu. Við erum vön þessu, vitum að landið er nýtt til beitar, berjatínslu og skíðaferða. Við þekkjum óskráðar reglur um hvað girðingar þýða og hvar má búast við salerni og gildi þess að leggja af stað með fullan bensíntank. Við þekkjum aðstæður betur en erlent ferðafólk.

 

Þannig hefst nýjasti pistill (skot) Soffíu frænku. Honum lýkur á þessa leið:

 

Á að leggja í mikinn kostnað við að koma upp vatnssalernum? Eða á að láta kamra nægja – eins og gert er í þjóðgörðum Kanada? Þá verða engar frostskemmdir og dælubíll kemur til að tæma þrær reglulega. Spurningin er alltaf hver á að borga.

 

Það að gera ekki neitt er hins vegar einnig kostnaðarsamt og við sitjum öll uppi með að borga á einhvern hátt: Leiðindi, óþrifnað, minni unaðsstundir handa okkur í skógarreitnum og þess vegna lengri leit og akstur að einveru og ósnortnum blettum í náttúrunni. Svona unaðsblettum sem við höfum alist upp við. Þessi atriði er hægt að meta í krónum og aurum.

 

Og hananú – þarna hafið þið fyrstu lexíu í umhverfishagfræði!

______________

 

Skot Soffíu frænku (eins og María Maack líffræðingur á Reykhólum kallar pistlana sína) er að finna hér (alla pistlana) og undir tengli í dálkinum hægra megin á síðunni. Hér er hins vegar beinn tengill á þetta nýjasta skot í heild.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31