Tenglar

4. mars 2011 |

Ferðaþjónustan: Mikilvægt að vera reiðubúinn

Séð yfir Króksfjörð og Borgarland til Reykjanesfjalls og Reykhóla. Flygildismynd: Árni Geirsson.
Séð yfir Króksfjörð og Borgarland til Reykjanesfjalls og Reykhóla. Flygildismynd: Árni Geirsson.
„Það er mjög mikilvægt að ferðaþjónar á svæðinu undirbúi sig vel fyrir sumarið, þannig að þeir verði í stakk búnir að taka á móti þessari aukningu“, segir Gústaf Gústafsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða, í samtali við Bæjarins besta / bb.is á Ísafirði. Hann segir sterkar vísbendingar um að ferðafólki fjölgi umtalsvert sumarið 2011. Isavia (áður Flugmálastjórn) segir í fréttatilkynningu, að allt stefni í að ferðasumarið 2011 verði hið umfangsmesta og stærsta frá upphafi.

 

„Ég held að þessi spá sé á rökum reist og margt bendir til að ferðasumarið á Vestfjörðum muni taka stökk núna í ár. Menn reikna með fjölgun erlendra ferðamanna til landsins næsta sumar. Ég tel að hlutfall erlendra ferðamanna muni aukast sérstaklega á Vestfjörðum frá því sem verið hefur. Ástæðan fyrir þessari spá er annars vegar þróun síðustu ára, þar sem ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári, og hins vegar er sú staðreynd, að Vestfirðir eru á lista Lonely Planet yfir 10 áhugaverðustu áfangastaðina í heiminum. Það er miklu mikilvægari en menn gera sér almennt grein fyrir, ekki aðeins fyrir næsta sumar heldur einnig til framtíðar. Vestfirskir ferðaþjónar verða því að taka á öllu sínu til að halda í við þróunina“, segir Gústaf. „Markaðssetning á Vestfjörðum er líka orðin miklu markvissari en áður“, segir hann.

 

„Við höfum aldrei séð eins mikla umfjöllun um Vestfirði í erlendum miðlum. Í september voru Vestfjörðum veitt verðlaunin European Destinations of Excellence í Brüssel. Þá komust við einnig á lista Lonely Planet. Síðan vorum við valin af USA Today einn helsti áfangastaðurinn fyrir árið 2011. Ferðamiðilinn Matador, sem er einn stærsti óháði ferðamiðilinn í Bandaríkjunum, setti Vestfirði í þrettánda sæti yfir 22 mest spennandi áfangastaði í heiminum. Allt þetta hefur gríðarleg áhrif. Auðvitað eru þetta spár sem eru háðar óvissu, en engu að síður er betra að vera viðbúinn og hafa vaðið fyrir neðan sig“, segir Gústaf Gústafsson.

  

Sjá einnig:

Myndasyrpur Árna Geirssonar á flygildisferðum yfir Reykhólasveit og myndasöfn fleiri ljósmyndara af héraðinu 

Frjáls eins og fuglinn yfir Reykhólasveit

Wikipedia á ensku: Vestfirðir
Vestfirðir ... nær en þig grunar

Markaðsstofa Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31