Ferðaþjónustunámskeið - einnar krónu „rosatilboð“
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða.
Námskeiðið stendur yfir virka daga á tímabilinu 20. til 28. maí og er kennt frá kl. 8.15 til 16. Kennari er Sigurður Arnfjörð framreiðslumeistari, MBA og hótelhaldari á Núpi. Verð fyrir námskeiðið er 11.000 krónur. Sérstakt rosatilboð er til þeirra fyrirtækja sem vilja senda starfsfólk sitt frá öðrum svæðum Vestfjarða en gisting og eldunaraðstaða býðst þeim á eina krónu á dag. Það er tilboð sem erfitt verður að toppa, segir í tilkynningunni.
Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni þess til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Í náminu er meðal annars fjallað um gildi ferðaþjónustu, grunnþætti í þjónustu, mismunandi þjónustuþarfir, þjónustulund og samskipti, vinnusiðfræði, hlutverk starfsmanna og verkferla á vinnustað. Hluti kennslunnar er verklegur þar sem farið verður í þrif og frágang herbergja og kennt að dúka veisluborð og setja viðeigandi borðbúnað.
Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar og þar fer einnig skráning á námskeiðið fram.