Tenglar

28. desember 2015 |

Ferðin heim, smásögur úr Árneshreppi

Stilla úr myndinni.
Stilla úr myndinni.
1 af 2

Íslenska heimildamyndin Ferðin heim, smásögur úr Árneshreppi, sem fjallar um mannlífið og náttúruna í einu afskekktasta héraði landsins, verður í Sjónvarpinu kl. 20.20 annað kvöld, þriðjudag. Í þessari klukkustundarlöngu mynd leiðir María Guðmundsdóttir ljósmyndari áhorfendur inn í daglegt líf fólks í Árneshreppi á Ströndum á árunum 2009-2014.

 

Vigdís Grímsdóttir rithöfundur tók flest viðtölin í myndinni en Anna Dís Ólafsdóttir gerði handritið.

 

Hér má lesa stutt viðtal við Maríu í Fréttatímanum um gerð myndarinnar: Heimildamynd um æskuslóðirnar. Þar segir hún meðal annars:

 

„Ég bjó þarna til 12 ára aldurs og flutti til Reykjavíkur árið 1953. Margir af þeim sem ég man eftir úr barnæsku búa í Djúpavík ennþá, en þar var ég alin upp,“ segir hún. „Auðvitað eru svo yngri kynslóðir líka, sem ég hef kynnst á undanförnum árum og þarna er alveg yndislegt fólk.“

 

María Guðmundsdóttir ljósmyndari er fyrrum Ungfrú Ísland. Eftir að hún komst í úrslit keppninnar Ungfrú Alheimur buðust henni ný tækifæri þar sem hún varð eftirsótt fyrirsæta erlendis. Hún var þar brautryðjandi fyrir margar íslenskar stúlkur sem fylgdu á eftir í fyrirsætustörfin.

 

Hér má sjá brot úr Ferðinni heim.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31