Tenglar

22. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ferðin með langa nafnið

Brynjólfur Víðir Smárason, öllu betur þekktur sem Bolli (frb. Bol-li), og Eiríkur Kristjánsson við sæluhúsið.
Brynjólfur Víðir Smárason, öllu betur þekktur sem Bolli (frb. Bol-li), og Eiríkur Kristjánsson við sæluhúsið.
1 af 8

„Bolli og Eiríkur smiður [formaður og varaformaður Bjsv. Heimamanna í Reykhólahreppi] voru að prófa vélsleðana eftir viðgerðir og ég fékk að fljóta með á fjórhjólinu,“ segir Eyvindur Magnússon, einn félaganna í björgunarsveitinni. „Til að réttlæta þessa ferð var hún látin heita Það-verður-að-fara-að-athuga-með-hvort-þurfi-að-moka-frá-sæluhúsinu-ferðin. Á meðan þeir fóru með sleðanna á kerrum í Kollabúðir ók ég bara beint úr bílskúr og lagði af stað klukkan 14.20. Þegar ég kem inn í Þorskafjarðarbotn, þá bíða þeir mín neðst í neðri Töglunum og síðan sá ég þá ekki fyrr en í sæluhús var komið“, segir Eyvi.

 

„Þar voru þeir búnir að gera „allt sem þurfti að gera“. Við héldum áfram í norður og áðum næst hjá endurvarpsmastrinu. Þaðan var gott útsýni í allar áttir og er ein myndin tekin með beina stefnu á Drangajökul (mynd nr. 7). Dökka línan þvert yfir myndina er vegurinn yfir Steingrímsfjarðarheiði. Þaðan var tekin stefna í vestur og síðan snúið heim. Menn og tæki komu ósködduð niður í bílana og ég var kominn inn í bílskúr heima á Reykhólum klukkan 16.45 eftir 85 kílómetra samkvæmt mæli. Eitthvað af því var nú spól.“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31