Tenglar

11. júlí 2020 | Sveinn Ragnarsson

Ferjan Baldur er komin í lag

Ferjan Baldur er komin í lag. Ferjan fór af  stað kl. 15:40 frá Stykkishólmi í gær, þá var allt komið saman og prufusigling búin.

 

Allt er eins og það á að vera og því fer Baldur beint í áætlun og verður brottför frá Stykkishólmi samkvæmt áætlun, siglt til Flateyjar og yfir að Brjánslæk og aftur sömu leið til baka.

Áætlun og aðrar upplýsingar eru á heimasíðu Sæferða.

Athugasemdir

Gunnar Sveinsson, sunnudagur 12 jl kl: 18:49

Mikil var ánægja okkar í Flatey þegar Baldur komst í gagnið á nýjan leik núna á föstudaginn eftir 10 daga frátafar vegna bilunar í vél. Með snilld gat Unnar skipstjóri Baldurs mjakað Baldri að bryggju í Flatey föstudaginn 29. júní þegar skipið bilaði við Álasker. En nú stóðu vatnsveitumenn Flateyjar frammi fyrir miklum vanda. Hvernig eigum við að útvega vatn til Flateyjar meðan Baldur er bilaður. Strax tók "þríeykið", Benni vélstjóri á Baldri, Kalli í Byggðarenda og Viktor bryggjusmiður málin í sínar hendur. Tengdu "framhjá" og fengu rafmagn úr landi og hófu dælingu og gátu fyllt alla tanka Flateyjarveitna (yfir 50 tonn). Síðan virkjuðu vatnsveitumenn "plan B". Úveguð var öflug vatnsdæla, barkar og tengingar og Heimir vatnsveituformaður kom siglandi með tækin á skipi sínu strax á laugardegi. Útveguð voru fjögur 1000 lítra vatnskör og þeim komið um borð í Særúnu og fyrstu fjögur tonnin af vatni fengust í land strax á sunnudagi. En þar sem dagleg eyðsla á vatni í Flatey eru 10 - 15 tonn yfir sumarmánuði þurfti að virkja "plan C". Jú það var að hafa samband við Landhelgisgæsluna sem tóku okkur ljúfmannlega og sendu varðskipið Tý 7. júlí og hægt var að fylla alla tanka í Flatey á nýjan leik þannig að málum var bjargað. Allir sem komu að þessu máli eiga heiður skilið og miklar þakkir.
Með góðum vatnsveitukveðjum úr Flatey
Gunnar Sveinsson
Eyjólfshúsi - Flatey

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30