17. janúar 2010 |
Fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið
Það verður í ýmis horn að líta hjá séra Elínu Hrund Kristjánsdóttur sóknarpresti á Reykhólum í dag, sunnudaginn 17. janúar. Klukkan 11 verður sunnudagaskólinn í Reykhólakirkju. Messa verður á Reykhólum kl. 13.30 og athygli vakin á breyttum messutíma. Síðan er helgistund á dvalarheimilinu Barmahlíð kl. 14.30. Kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn en orgelleikari er Svavar Sigurðsson. Hin fjögur fræknu fermingarbörn aðstoða við allar athafnirnar.
Fylgist með fréttum af kirkjustarfinu í Reykhólaprestakalli á heimasíðunni.