20. apríl 2016 |
Fermingarmessa í Reykhólakirkju
Fjögur ungmenni fermast (staðfesta skírnarsáttmálann og vígjast inn í samfélag fullorðinna) hjá sr. Hildi Björk Hörpudóttur í kirkjunni á Reykhólum á morgun, sumardaginn fyrsta. Athöfnin hefst klukkan 11. Fermingarbörnin eru, í stafrófsröð:
- Birna Björt Hjaltadóttir, Reykhólum.
- Kristín Júlíana Baldursdóttir, Vogum.
- Markús Páll Bjarmi Hildarson, Reykhólum.
- Steinunn Lilja Torfadóttir, Reykhólum.
Á sunnudaginn klukkan 13 verður síðan fermingarmessa í Staðarkirkju á Reykjanesi. Þá fermist:
- Védís Fríða Kristjánsdóttir, Stað.