20. apríl 2016 |
Fermingarnar eru jafnframt sumarkomuhátíð
Ekki verður sérstök dagskrá á sumardaginn fyrsta á Reykhólum að þessu sinni í líkingu við fjölskyldudaginn á síðasta ári. Bæði eru fermingar í Reykhólakirkju ásamt tilheyrandi fermingarveislum og skólinn í útleigu og ekki hægt að hafa neitt þar. Aftur á móti var páskaeggjaleitin fjölsótta í skógræktinni í Barmahlíð í lok síðasta mánaðar eins konar forskot á sumarkomufagnað þetta árið.