Fimm mjög stór sveitarfélög – og Reykhólahreppur
Reykhólahreppur er eitt sex sveitarfélaga sem ráðherra atvinnumála veitir styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla. Hin sveitarfélögin eru öllu fjölmennari: Árborg, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg.
Þetta var tilkynnt í dag.
Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum og miðar að því að gert verði átak til að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu til að tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta. Styrkurinn til Reykhólahrepps nemur tveimur og hálfri milljón króna.
Auk sveitarfélaganna sex fá nokkur orkufyrirtæki og olíufélög styrki í sama skyni. Sjá mynd nr. 2 þar sem fram kemur hverjir fá styrki og hversu háa.
Þessi styrkveiting vegna hraðhleðslustöðvar í Reykhólahreppi er ótengd hleðslustöð Orkusölunnar sem hér var greint frá.
Sjá nánar á vef atvinnuvegaráðuneytisins:
Úthlutun styrkja til innviða fyrir rafbíla