Tenglar

30. desember 2016 | Umsjón

Fimm mjög stór sveitarfélög – og Reykhólahreppur

1 af 2

Reykhólahreppur er eitt sex sveitarfélaga sem ráðherra atvinnumála veitir styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla. Hin sveitarfélögin eru öllu fjölmennari: Árborg, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg.

 

Þetta var tilkynnt í dag.

 

Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum og miðar að því að gert verði átak til að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu til að tryggja aðgengi sem flestra landsmanna að loftslagsvænum samgöngumáta. Styrkurinn til Reykhólahrepps nemur tveimur og hálfri milljón króna.

 

Auk sveitarfélaganna sex fá nokkur orkufyrirtæki og olíufélög styrki í sama skyni. Sjá mynd nr. 2 þar sem fram kemur hverjir fá styrki og hversu háa.

 

Þessi styrkveiting vegna hraðhleðslustöðvar í Reykhólahreppi er ótengd hleðslustöð Orkusölunnar sem hér var greint frá.

 

Sjá nánar á vef atvinnuvegaráðuneytisins:

Úthlutun styrkja til innviða fyrir rafbíla

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31