12. mars 2011 |
Fimm skráðir atvinnulausir í Reykhólahreppi
Um síðustu mánaðamót voru 169 skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum, þar af fimm í Reykhólahreppi, þrír karlar og tvær konur. Eins og áður er atvinnuleysi á landinu minnst á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum eða hlutfallslega innan við helmingur þess sem er á landinu í heild. Atvinnuleysi er meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Langmest er það á Suðurnesjum.
Fjöldi skráðra atvinnulausra í sveitarfélögunum tíu á Vestfjörðum í lok febrúar er þessi:
Árneshreppur 2
Bolungarvíkurkaupstaður 27
Bæjarhreppur 1
Ísafjarðarbær 97
Kaldrananeshreppur 3
Reykhólahreppur 5
Strandabyggð 6
Súðavíkurhreppur 13
Tálknafjarðarhreppur 3
Vesturbyggð 12
Sjá nánari sundurliðun hér á vef Vinnumálastofnunar (pdf) sem birt var í gær.