Tenglar

22. maí 2009 |

Fimmtugsafmæli á Grund í Reykhólasveit

Fimmtugur en þó hér um bil eins og nýr.
Fimmtugur en þó hér um bil eins og nýr.

Traktorinn glæsilegi á myndinni er einn af mörgum á dráttarvéla- og búvélasafninu á Grund í Reykhólasveit, rétt ofan við Reykhólaþorp. Hann er af gerðinni Farmall D-320 International Harvester og fagnar fimmtugsafmæli sínu um þessar mundir. Ólafur heitinn Sveinsson bóndi á Grund keypti hann nýjan árið 1959 en fimm traktorar af þessari tegund voru fluttir til Íslands það ár. Hann er enn í notkun og hefur verið gerður upp eins og svo margir aðrir af ýmsum tegundum sem eru til sýnis á Grund.

 

Þó að margir haldi að allir Farmall-traktorar séu amerískir er það misskilningur. Þessi t.d. var smíðaður í Farmall-verksmiðjunum í Neuss við Rín í Vestur-Þýskalandi. Hann er með þriggja strokka 20 hestafla dísilvél, sex gíra áfram og einn aftur á bak.

 

Fyrir myndatökuna í tilefni af fimmtugsafmælinu settust upp á traktorinn núverandi eigandi hans, Tindur Ólafur Guðmundsson fyrir miðju, Solveig Rúna Eiríksdóttir á Reykhólum til vinstri og Ketill Ingi Guðmundsson til hægri.

 

Vélasafnið á Grund annast bræðurnir Guðmundur og Unnsteinn Hjálmar Ólafssynir, en strákarnir Tindur Ólafur og Ketill Ingi eru synir Guðmundar. Yfir sumartímann eru vélarnar hafðar úti við og blasa við þeim sem eiga leið framhjá. Öllum er velkomið að líta upp að Grund og skoða þær án nokkurs endurgjalds.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30