Tenglar

18. ágúst 2015 |

Fimmtugur Morris á Reykhólum

Toby og Morrisinn hans við Hólabúð. Myndirnar tók hþm.
Toby og Morrisinn hans við Hólabúð. Myndirnar tók hþm.
1 af 4

Á liðnum árum hafa nokkuð oft birst hér á vefnum (og víðar) myndir af ýmsum ólíkum flygildum sem hafa drepið niður fæti á Reykhólum. Þannig voru hér í gær birtar myndir af þremur gírókoptum. Hérna eru aftur á móti myndir af farartæki sem kom á Reykhóla í dag en heldur sig við jörðina. Auðséð var á langleið að þetta var enskur bíll, raunar eins dæmigerður enskur bíll af eldri sortinni og hugsast getur. Hann er af gerðinni Morris Minor 1000 Traveller, fimmtíu ára gamall eða árgerð 1965.

 

Þarna var á ferð ungur maður búsettur á Suður-Englandi, mitt á milli Southampton og Bristol, Toby að nafni, mjög viðfelldinn í samræðu. Hann er rúmlega hálfnaður á nokkurra vikna ferð um landið einn síns liðs og þræðir nánast alla útkjálka. Umsjónarmaður þessa vefjar greip það ekki hversu margar mílur hann hefur lagt að baki; mestu skiptir auðvitað að hann talaði um mílur en ekki kílómetra. Að sjálfsögðu er Morrisinn með stýrið „öfugu megin“ að hætti enskra.

 

Morris Minor var smíðaður á árunum 1948-1972 í þremur meginútgáfum (MM, Series II og 1000) og verður að teljast einn af best heppnuðu bílum á Englandi; salan á honum var talsvert á aðra milljón.

 

Þessu skylt: Hugsanlegt er að á morgun eða hinn verði birtar hér á vefnum sérstæðar myndir af flugvél á flugbrautarendanum á Reykhólum: Tvær myndir af sömu flugvélinni á sama stað, teknar með meira en hálfrar aldar millibili, sú fyrri árið 1955 eða tíu árum áður en Morrisinn sem hér um ræddi var smíðaður.

 

► 25.07.2007  Fisvélaferðin um Vestfirði var engu lík, myndir frá Reykhólum (bb.is)

 

Athugasemdir

Julian, fstudagur 28 gst kl: 22:14

hello, i am trying to translate this page (reykholar.is/frettir/Fimmtugur_Morris_a_Reykholum) and would like some help.

Please would you tell me what "Hólabúð" and "gírókoptum" mean in English.

Thank you

ersdfgsgf, fstudagur 28 gst kl: 23:57

Hólabúð is the name of the shop in Reykhólar, the machines are gyrocopters.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30