Finnur Árnason: Engum dyrum verið lokað
Þang og þari sem vex í Breiðafirði er vannýtt auðlind, að mati Einars Sveins Ólafssonar, talsmanns Marigot, sem stendur ásamt Matís að væntanlegri þörungaverksmiðju í Stykkishólmi. Einar Sveinn var framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum frá hausti 2011 og fram til októberloka 2013. Forsvarsmenn hennar og sveitarstjóri Reykhólahrepps eru annarrar skoðunar.
Þetta álit Einars Sveins kom fram í fréttaviðtali við hann í Morgunblaðinu í síðasta mánuði. Það má lesa með því að smella á myndina.
Eins og áður hefur komið fram telja fulltrúar Þörungaverksmiðjunnar að stóraukin þangtekja í Breiðafirði sé mjög varhugaverð og mjög varlega verði að fara. Sláttumenn þekki hvar þangið vex og verksmiðjan á gögn sem sýna hve mikill lífmassi er nýtanlegur á ári. Forsendur aukinnar nýtingar séu nýjar rannsóknir og að þær verði að hafa til grundvallar við stýringu á þangslætti.
Spurður um samstarf við aðra sem áform hafa um nýtingu á þangi og þara í Breiðafirði segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar, að það hafi komið til tals.
„Engum dyrum hefur verið lokað, en sem betur fer hafa allir aðilar samþykkt að taka þátt í rannsóknum. Ofnýting megi ekki eiga sér stað undir nokkrum kringumstæðum. Umræður um samstarf hljóti að bíða þar til fyrstu niðurstöður rannsókna liggi fyrir, sem verður að öllum líkindum fyrir lok ársins. Þá kemur í ljós hversu vel reynslu og gögnum verksmiðjunnar um áætlaðan nýtanlegan lífmassa á klóþangi ber saman við niðurstöður rannsókna,“ segir hann.
Samfélagið á Reykhólum á líf sitt undir stjórnvöldum
Reynslan af þang- og þaratekju sniðgengin
Þörungavinnsla: Lítið svigrúm fyrir fleiri
Þörungaverksmiðja í Stykkishólmi í undirbúningi
Samkomulag um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar
Er ekki kominn tími til að ræða þetta eitthvað?
Óttast ofnýtingu þörunga í Breiðafirði