Fjallskilanefnd Reykhólahrepps sagði af sér
Fjallskilanefnd Reykhólahrepps sagði af sér á fundi sínum í dag vegna afstöðu meirihluta hreppsnefndar til lausagöngu búfjár í Múlahreppi hinum gamla. Tvö mál voru á dagskrá fundarins, annars vegar lausagöngubann í Múlahreppi og hins vegar fjallskilaseðillinn. Undir fyrri liðnum lagði formaður nefndarinnar fram bréf þar sem hann tilkynnti afsögn sína og gekk af fundi. Síðan létu hinir nefndarmennirnir fjórir í sameiningu bóka afsögn.
Af skiljanlegum ástæðum var seinni dagskrárliðurinn á fundinum ekki tekinn fyrir.
Fundargerð nefndarinnar með bréfi formanns og bókun hinna nefndarmannanna er að finna í reitnum Fundargerðir hér allra neðst vinstra megin.
Tóti, mivikudagur 29 gst kl: 09:11
Emoynitea seyðamenn.