Tenglar

28. ágúst 2012 |

Fjallskilanefnd Reykhólahrepps sagði af sér

Fjallskilanefnd Reykhólahrepps sagði af sér á fundi sínum í dag vegna afstöðu meirihluta hreppsnefndar til lausagöngu búfjár í Múlahreppi hinum gamla. Tvö mál voru á dagskrá fundarins, annars vegar lausagöngubann í Múlahreppi og hins vegar fjallskilaseðillinn. Undir fyrri liðnum lagði formaður nefndarinnar fram bréf þar sem hann tilkynnti afsögn sína og gekk af fundi. Síðan létu hinir nefndarmennirnir fjórir í sameiningu bóka afsögn.

 

Af skiljanlegum ástæðum var seinni dagskrárliðurinn á fundinum ekki tekinn fyrir.

 

Fundargerð nefndarinnar með bréfi formanns og bókun hinna nefndarmannanna er að finna í reitnum Fundargerðir hér allra neðst vinstra megin.

 

Athugasemdir

Tóti, mivikudagur 29 gst kl: 09:11

Emoynitea seyðamenn.

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 01 september kl: 01:00

Skelvileg uppákoma verð ég að segja...eru menn almennt meðvitaðir um hvað þetta snýst? Banna umgang sauðkynda....hér er verið að búa til fordæmi fyrir allar eyðijarðir um að ekki sé heimilt að beita á þeirra lönd....hvað þýðir það? jú lokað svæði til beitar að stærsta hlutar af landi sem bændur hafa beitt sauðfé á....svona bann við sauðfjárhaldi í beitilöndum er fordæmisgefandi og mér fynnst það ekki verjandi að sauðfjárbændur hér á þessum umdeilda landsfjórðungi sem ESB ætlar að leggja í eyði vegna kostnaðar við þjónustu....er bar ekki búið að segja fólki sem býr hér það....tilbúið í ráðaneyti Össurrar vitrings....Skora á hreppsnefnd og foráðamenn að snúa vörn í sókn og hætta að mæta fyrir aftökusveitir fréttmiðla um innri málefni.....Bara þett hefur stórskaðað þenna hrepp sem samfélag....svona hluti á ekki að bera á torg....ágreining innan einstakra nefnda....á að leysa með málamiðlunum en ekki einföldum hroka....mistök verða alltaf og eru partur af öllu er snýr að stjórnsýslu....litlu sveitafélagi fyrirgefst margt miðað við hvað æðstu prestar samfélagsins (alþingi)drullar oft í buxurnar og kann ekki til verka að skeina sig.....vil ekki trúa að svona lítil sveitafélög geti ekki komið sér saman um farsæla lausn á svona innanbæjar málum.

kv
Þorgeir



Fundargerð
Fundur í fjallskilanefnd Reykhólahrepps
Þriðjudaginn 28. ágúst 2012, kl. 13:00
Fundarstaður: Fundarsalur hreppsnefndar Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mættir: Einar Hafliðason, Hafliði Ólafsson, Kristján Þór Ebenezersson, Tómas Sigurgeirsson
og Þráinn Hjálmarsson. Einnig sat fundinn Ingibjörg B. Erlingsdóttir sveitarstjóri og ritaði
fundargerð.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
.
1. Lausagöngubann í Múlahreppi.
Einar Hafliðason ræddi um samþykkt hreppsnefndar um bann við lausagöngu búfjár í
Múlahreppi, gengt ráðgefandi tillögu nefndarinnar. Einar lagði fram eftirfarandi bréf.
Vegna afgreiðslu hreppsnefndar þann 16. 8. 2012 er varðar lausagöngu búfjár í
Múlahreppi hinum forna segi ég mig hér með úr fjallskilanefnd og óska eftir því að
sinna ekki störfum fyrir Reykhólahrepp er varða fjallskil svo sem leitarstjórn. Einar
þakkaði nefndarmönnum samstarfið, yfirgaf fundinn og við stjórn fundarins tók
varaformaður nefndarinnar Hafliði Ólafsson.
Fjallskilanefnd lagði í kjölfarið fram eftirfarandi bókun; Vegna afgreiðslu
hreppsnefndar þann 18. ágúst 2012 er varðar lausafjárgöngu búfjár í Múlahreppi
hinum forna segjum við okkur úr undirritaðri fjallskilanefnd Reykhólahrepps og óskum
eftir að sinna ekki störfum við fjallskil fyrir hreppinn. Hafliði Ólafsson, Kristján Þór
Ebenezersson, Tómas Sigurgeirsson og Þráinn Hjálmarsson.
2. Fjallskilaseðill
Þar nefndin hefur sagt sig frá störfum, er málinu

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31