Tenglar

11. september 2020 | Sveinn Ragnarsson

Fjallskilanefnd gjörir kunnugt:

Almennar reglur sem hafa verið gefnar út og má finna á heimasíðu Landssamtaka Sauðfjárbænda eru í gildi fyrir Reykhólahrepp. Hér er nýjasta uppfærsla

Við leitir:
-    Gæta þarf að 1 metra reglunni og almennum sóttvörnum.

-    Leitarstjórar skulu fá upplýsingar um hverjir séu leitarmenn á hverjum stað og halda utan um þá skráningu.

-    Muna eftir notkun persónuhlífa þar sem við á.

Í réttum:
-    Gæta þarf að almennum sóttvörnum og nota persónuhlífar þegar nauðsyn krefst þess.

-    Aðeins þeir sem eiga fjárvon komi til réttar. Bændur sem eiga ekki fjárvon en staðreyndin sýnir annað, fá símhringingu þess efnis frá réttarstjóra um fjölda og geta sótt féð eftir að almennum réttarstörfum er lokið.

 

-    Utanaðkomandi aðilar sem eru ekki að vinna við réttir eru vinsamlegast beðnir um að halda sig frá réttum.

-    Áfengi er rétt að geyma heima og njóta síðar.

Munið að sýna almenna skynsemi og fara varlega,
við erum öll almannavarnir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30