8. september 2008 |
Fjallskilaseðill Reykhólahrepps frágenginn
Fjallskilaseðill Reykhólahrepps var samþykktur á fundi fjallskilanefndar í gær. Nefndin hefur ákveðið að leitarhelgi verði sem næst 20. september ár hvert og seinni leitir verði tveimur vikum síðar. Skv. reglugerð er lagt eitt dagsverk á hverja jörð óháð fjártölu eða byggð. Til viðbótar jafnast fjallskil eftir fjártölu innan hvers leitarsvæðis. Fjallskilaseðilinn er að finna í dálkinum Tilkynningar hér neðst til hægri á síðunni.
Minnt skal á, að fundargerðir fjallskilanefndar eins og annarra nefnda sveitarfélagsins er að finna í dálkinum Fundargerðir hér neðst til vinstri á síðunni.