Fjallskilaseðillinn birtur
Fjallskilaseðill Reykhólahrepps 2020 er kominn hér á vefinn. Honum er einnig dreift í prentuðu formi.
Göngur og réttir verða að einhverju leyti með öðru sniði en venjulega, vegna þess að gæta þarf að smitvörnum vegna Covid-19.
Landssamtök sauðfjárbænda eru að vinna að gerð leiðbeininga fyrir bændur, í samræmi við ákvarðanir stjórnvalda um sóttvarnir.
Þær verða birtar hér á síðunni innan tíðar.
Uppfært 29. 8.
Eins og fram kemur í athugasemdum hér fyrir neðan, var dagsetningin á Kinnarstaðarétt ekki rétt. Hún hefur nú verið leiðrétt í fjallskilaseðlinum. Réttað verður í Kinnarstaðarétt sunnudaginn 13. september.
Indiana Ólafsdóttir, fstudagur 28 gst kl: 22:38
Á leitarsvæði 8, er smalað 12, sept, en réttað 15 sept, er það rétt.