Tenglar

24. ágúst 2011 |

Fjarar út á Báta- og hlunnindasýningunni þetta árið

Sunnudagurinn um komandi helgi er síðasti dagurinn þegar opið er með reglubundnum hætti á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum þetta sumarið enda er ferðatíðin að fjara út. Jafnframt hefur tíminn þegar sýningin er opin verið styttur, þannig að núna er aðeins opið kl. 14-17. Eftir að hætt verður að hafa sýninguna opna með formlegum hætti verður samt hægt að fá að skoða hana eftir samkomulagi út september. Síminn er 434 7830.

 

Til stendur að um miðjan september verði farandleiksýning sett upp í húsnæði Báta- og hlunnindasýningarinnar. Frá því verður greint hér nánar þegar nær dregur.

 

Á síðasta fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps var ákveðið einróma að framlengja ráðningu Hörpu Eiríksdóttur í 50% starfshlutfall ferðamálafulltrúa út október.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30