Tenglar

14. desember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Fjárhagsáætlun 2022-2025 komin á vefinn

Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árin 2022 - 2025 er komin á vefinn og er aðgengileg hér og undir stjórnsýsla hér vinstra megin.

Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu öll árin. Á komandi ári 2022 eru tekjur áætlaðar rúmar 687 millj. í samanteknum A og B hluta, en gjöld 648 millj. Stærsti einstaki gjaldaliðurinn er launakostnaður 408,5 millj.

 

Meðal verkefna á áætlun sem ýmist eru fyrirhuguð eða er unnið að, er eins og áður hefur komið fram stuðningur við barnafjölskyldur í formi niðurfellingar leikskóla- og tónlistarskólagjalda.

Endurbygging bryggjunnar á Reykhólum er í undirbúningi og standa yfir samningar við verktaka, en það er Hagtak hf.

Ákveðið hefur verið að ráðast í gagngerar endurbætur á sundlauginni og er nefnd að störfum við undirbúning þess.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31