Tenglar

13. febrúar 2009 |

Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2009

Góður fjárhagur
Góður fjárhagur

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009 var samþykkt á hreppsnefndarfundi þann 30. janúar s.l.  Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem áætlunin er afgreidd með rekstrarhalla.  Halli samanlagt á A og B hluta er 29.635.000-.
Helstu tölur áætlunarinnar:

Tekjur:
Skatttekjur                     76.400.000

Jöfnunarsjóður               59.965.000

Aðrar tekjur                  135.262.000
Tekjur samtals                271.627.000

Gjöld:    
Laun og launat.gjöld        177.907.000     
Annar rekstrarkostn.        104.390.000     
Afskriftir                            6.915.000

Halli fyrir fjármunatekjur
og fjármagnsgjöld              -17.585.000

Fjármunatekjur og
(fjármagnsgjöld)                -12.050.000

Rekstrarniðurstaða           -29.635.000

Þrátt fyrir halla verður reynt að halda úti einhverjum framkvæmdum og er áætlað að framkvæma og fjárfesta fyrir 33.800.000 og ný lán verða tekin að upphæð kr. 55.000.000.  Af þessu sést að reksturinn má ekki við skakkafjöllum og óráðlegt er að reka sveitarfélagið með halla nema í eitt til tvö ár hið mesta.  Þegar ársuppgjör liggur fyrir vegna ársins 2008 verður fjárhagsáætlun ársins 2009 endurskoðuð með þá von í brjósti að hægt verði að minnka hallann án stórfells niðurskurðar. Augljóst er þó að ýtrasta sparnaðar þarf að leita á öllum sviðum að minnsta kosti á þessu og næsta ári.
Fjárhagsáætlunin verður birt í heild sinni innan tíðar hér á heimasíðunni. 
Sveitarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31