Tenglar

30. maí 2014 |

Fjárhagur Reykhólahrepps batnar með hverju ári

Við fyrri umræðu í sveitarstjórn Reykhólahrepps í kvöld var samþykkt samhljóða að vísa ársreikningum Reykhólahrepps og stofnana hans fyrir árið 2013 til seinni umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar (sjá reikningana hér). Í reikningunum kemur fram, að rekstrarafkoma Reykhólahrepps á síðasta ári var jákvæð um tæplega 20 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 15 milljónum í afgang. Eigið fé Reykhólahrepps er komið í 300 milljónir króna. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er nú 38% en var árinu áður 46%. Undanfarin ár hefur hagur Reykhólahrepps batnað jafnt og þétt eins og sjá má í reikningum sveitarfélagsins.

 

Til að fá endanlegt samþykki sveitarstjórnar varðandi reikningana þarf staðfestingu við tvær umræður. Seinni umræða og endanleg staðfesting reikninganna fer fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31