Tenglar

8. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fjármál sveitarfélaga: Léttara yfir fólki en áður

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.

„Það var léttir að sjá þegar farið var yfir fjármál sveitarfélaganna, að þau eru að rétta úr kútnum þrátt fyrir erfitt árferði síðastliðin ár,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í samtali við fréttavefinn bb.is á Ísafirði í gær. Tilefnið var hin árlega fjármálaráðstefna sveitarfélaganna, sem fram fór í Reykjavík á fimmtudag og föstudag. „Starfsfólk þeirra hefur unnið afrek við að rétta úr stöðunni og þó svo að nokkur sveitarfélög eigi enn verkefni fyrir höndum í þeim efnum, þá er víst að þeim mun takast það,“ sagði hún ennfremur.

 

Ingibjörgu fannst andinn á ráðstefnunni betri að þessu sinni en undanfarin ár. „Það var léttara yfir fólki líkt og það erfiðasta væri yfirstaðið,“ sagði hún.

 

„Spár fyrir næstu ár komu reyndar á óvart þar sem reiknað er með stöðnun, hálfgert „flatline“ eða lítill hagvöxtur og fjárhagur brothættur vegna kjarasamninga og þess háttar. Spurningin er hvort um algera stöðnun sé að ræða eða kannski hið gullna jafnvægi sem við höfum beðið eftir? Ekki viljum við sömu vegferð aftur, eða hvað? Það er ljóst að sveitarfélögin verða að halda áfram að hagræða hjá sér og jafnframt er staða á viðhaldi á eignum sveitarfélaganna að verða áhyggjuefni,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir á Reykhólum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31