23. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is
Fjáröflunarbingó í Reykhólaskóla
Krakkarnir í 5.-10. bekk Reykhólaskóla eru að safna peningum fyrir skólaferðalögunum sínum. Liður í því er bingó í skólanum kl. 15 á morgun, sumardaginn fyrsta. Eldri krakkarnir fara til Danmerkur eftir mánaðamótin en ungmennin í 5.-7. bekk fara Gullna hringinn í júní. Spjaldið á bingóinu kostar 500 krónur. Veglegir vinningar.