31. október 2016 | Umsjón
Fjáröflunardagurinn á laugardag
Hinn árlegi fjáröflunardagur Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins verður núna á laugardag, 5. nóvember, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, og hefst kl. 14. Margt góðra muna, happdrætti og kaffihlaðborð.
Verð á kaffihlaðborði:
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, kr. 500 fyrir 6-12 ára og kr. 1.500 fyrir fullorðna.
Munið lyftuna!
Þetta kemur fram í Sumarliða pósti, fréttabréfi Barðstrendingafélagsins (204. tölublaði). Burðarásinn í fréttabréfinu að þessu sinni er Geirdælingabragur 1926. Þar yrkir Sólrún H. Guðjónsdóttir í Gilsfjarðarmúla um fólkið á hverjum bæ í Geiradalshreppi fyrir réttum 90 árum, alls 44 erindi.
Sumarliði póstur hentari rafrænn en í sniglapósti (apríl 2016).
Ágrip af sögu Barðstrendingafélagsins (mars 2014).