Tenglar

17. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Fjarskiptasjóður komi að hringtengingu

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir það stór tíðindi að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi falið Fjarskiptasjóði að styrkja hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Fjarskiptamál á Vestfjörðum voru til umræðu á þingi í fyrradag og var Hanna Birna til svara. „Til þessa hefur Fjarskiptasjóður ekki viljað koma að þessu. Það er mjög mikilvægt að ráðherra hafi ákveðið að Fjarskiptasjóður eigi að koma að þessu, og það eru stærstu tíðindin,“ segir hann.

 

„Það eru í gangi viðræður milli fjarskipta- og orkufyrirtækja við Fjarskiptasjóð um að koma að þessu. Sjóðurinn hefur ekki nema 100 milljónir til ráðstöfunar og hringtenging kostar eitthvað yfir 300 milljónir,“ segir Aðalsteinn í samtali við bb.is á Ísafirði.

 

Fjórðungssambandið hefur ýtt á stjórnvöld og fjarskiptafyrirtæki í átta ár að koma á hringtengingu ljósleiðara. „Eins og þetta hefur horft við okkur hafa málin verið í frosti í átta ár og ríkið og einkaaðilar verið í störukeppni. Við fundum í innanríkisráðuneytinu á fimmtudag og þá fáum við betri upplýsingar um næstu skref og hversu hratt þetta getur gengið,“ segir Aðalsteinn.

 

Hann segir það alveg ljóst að símkerfisbilunin í síðasta mánuði hafi komið málinu á hreyfingu. „Þá varð það alveg morgunljóst hvað þetta er mikið öryggismál. Við höfum alltaf litið á þetta fyrst og fremst sem öryggismál,“ segir Aðalsteinn Óskarsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31