Tenglar

25. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Fjársöfnun til styrktar Kidda og fjölskyldu hans

Kristinn Arinbjörn Guðmundsson.
Kristinn Arinbjörn Guðmundsson.

Kristinn Arinbjörn Guðmundsson (betur þekktur í daglegu tali sem Kiddi) ólst upp á Reykhólum til fjórtán ára aldurs. Núna fyrir skömmu fékk hann heilablóðfall og liggur lamaður vinstra megin. Áður hafði hann lengi átt við mjög erfið veikindi að stríða. Foreldrar Kidda eru Halldóra Elín Magnúsdóttir og Guðmundur Sæmundsson frá Eyri í Kollafirði í Gufudalssveit (Lilla og Mummi). Þau áttu heima í Reykhólasveit um fimmtán ára skeið, fyrst í Melbæ en lengst á Reykhólum, og hafa verið með annan fótinn hér fyrir vestan síðan þau fluttust suður. Eiginkona Kidda er Helga Björk Gunnarsdóttir. Þau eiga dótturina Kristjönu Bellu, sem er sex ára gömul.

 

Kiddi er liðlega hálffertugur og hefur átt við alvarleg veikindi að stríða meira en hálfa ævina. Sautján ára gamall greindist hann með eitlakrabbamein, sem læknum tókst að vinna bug á, en það tók sig upp á nýjan leik fyrir rúmum áratug. Snemma í vetur var hann skorinn upp við brjósklosi. Fyrir skömmu fannst síðan ástæðan fyrir mjög sérstæðum veikindum hans síðustu árin. Það var æxli við heiladingulinn, sem fjarlægt var fyrir þremur vikum. Upp úr því fékk hann blóðtappa og alvarlegt heilablóðfall með þeim afleiðingum sem að framan greinir.

 

Leitin að hinum sérstæðu veikindum Kidda hafði staðið yfir síðustu þrjú árin eða þar um bil. Þetta er mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem greinist aðeins í fáeinum manneskjum í heiminum á ári hverju. Hjá Kidda byrjaði þetta með því að efri hluti líkamans fór að þrútna og bólgna út og andþrengsli fylgdu. Ekkert hjálpaði þó að hann stundaði líkamsrækt. Að auki framleiddi líkaminn of mikið af stresshormónum og allt of mikið blóð þannig að öðru hvoru varð að tappa af honum blóði.

 

Nú hefur verið efnt til fjársöfnunar til styrktar Kidda og fjölskyldu hans. Vefnum bárust í gær nokkrar ábendingar um þetta. Í tölvupósti frá innfæddum Reykhólabúa segir, svo dæmi sé tekið:

 

Óhjákvæmilega kemur svona áfall illa niður á afkomu fjölskyldunnar og því þætti mér óskaplega vænt um að þeir sem sjá sér fært að styrkja þessa ungu og yndislegu fjölskyldu geri það.

 

Í öðrum pósti frá heimafólki segir:

 

Margt smátt gerir eitt stórt, þau þurfa á hjálp að halda.

 

Undir þetta skal tekið heils hugar. Fólk sem vill bregðast við þessu getur lagt inn á bankareikning Helgu Bjarkar, eiginkonu Kidda.

 

Banki og bankareikningur:

0130-26-007800

Kennitala:

2202794729

 

____________________________

 

Hér skal hnýtt við lítilli sögu, sem að dómi undirritaðs er lýsandi fyrir elskulegheit og hjálpsemi Lillu og Mumma, foreldra Kidda. Þeirra beggja, þó að í þessu tilviki sé Lilla sögupersónan.

 

Kvöld eitt fyrir mörgum árum komu félagarnir Smári Haraldsson á Ísafirði og undirritaður í Bjarkalund og hugðust gista. Þar var þá eitthvað mikið um að vera og ekkert pláss laust. Ung og elskuleg kona í móttökunni tjáði okkur að svona væri þetta því miður, og bætti við:

 

En þið getið bara farið út á Reykhóla, kallinn er á næturvakt niðri í verksmiðju, húsið er ólæst, nógur matur í ísskápnum, þið getið horft á sjónvarpið eða hvað sem er, og svo getið þið sofið í hjónarúminu.

 

Undrunarsvipurinn á Smára Haraldssyni við þetta tækifæri er ógleymanlegur. Ekki hefur enn borist reikningur fyrir gistingu og veitingar í einbýlishúsi með öllu og kemur varla úr þessu. En núna gefst tækifæri til að endurgjalda að einhverju leyti bæði þetta og aðra vinsemd fyrr og síðar.

 

- Hlynur Þór Magnússon.

 

Vinsamlegast deilið þessu.

 

Athugasemdir

Gunnhildur Stefánsdóttir, rijudagur 25 febrar kl: 15:44

Þarna er henni Lillu minni rétt líst :)

ingibjörg Herta Magnúsdóttir, rijudagur 25 febrar kl: 18:14

Þetta finnst mér líkt henni Lillu frænku minni. Yndislega hlý og góð.

Kristín Una Sæmundsdóttir, rijudagur 25 febrar kl: 19:22

Þarna er henni mágkonu minni rétt líst....hún er svo heein og bein þessi elska.

Halldóra Þórðardóttir, rijudagur 25 febrar kl: 19:25

Ef þeir félagar og fyrrverandi kennarar mínir, Hlynur og Smári eru viðloðandi þessa söfnun þá legg ég mitt lóð á vogarskálina.
Bestu kveðjur til Kristins og fjölskyldu.
Halldóra Þórðardóttir Ísafirði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29